Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
   fös 09. júní 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Helgi Kolviðs: Fólk mætir miklu fyrr á leiki í flestum öðrum löndum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru allir heilir og klárir í slaginn. Þeir koma brosandi í morgunmat og hlusta vel á fundum, alveg eins og við viljum hafa það," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.

Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Króatíu á sunnudagskvöld.

Danijel Subasic og Ivan Rakitic verða ekki með Króötum á sunnudag vegna meiðsla.

„Það eru tvær stöður opnar. Við sjáum á sunnudaginn hvaða bryetingar verða. Hvort (Mateo) Kovacic komi inn eða hvort (Marcelo) Brozovic og (Ivan) Perisic spili báðir. Þeir gætu líka komið með nýtt kerfi."

KSÍ verður með Fanzone fyrir leik og Helgi vonast til að fólk mæti snemma á völlinn.

„Íslendingar eru oft seinir á leiki og tæpir fyrir þar sem þeir lenda í bílastæðavandræðum. Í flestum öðrum löndum er fólk mætt miklu fyrr. Það er frábært að KSÍ hafi gert Fanzone og ég held að við ættum að nýta okkur það með því að hafa skemmtilega hátíð hérna á sunnudaginn," sagði Helgi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner