Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 10. ágúst 2019 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvetur West Brom til að íhuga Birki frekar en Gareth Barry
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er án félags eftir viðskilnað við Aston Villa á gluggadegi. Hann og félagið komust að samkomulagi um starfslokasamning.

Birkir, sem er 31 árs gamall, er nú í leit að nýju félagi fyrir komandi tímabil.

Fjölmiðlamaðurinn Will Butcher er á því að nágrannar Aston Villa í West Brom eigi að leita til Birkis. West Brom ætlar að endursemja við hinn 38 ára gamla Gareth Barry, en Butcher segir að Birkir sé mikið betri kostur.

„Hann getur spilað í mörgum stöðum, vinstri bakvörður, vinstri kanti og á miðjunni. Bjarnason er svipaður leikmaður og Barry - hann er bara sjö árum yngri og í miklu betra líkamlega ástandi," skrifar Butcher fyrir The Boot Room.

Hann segir að West Brom verði að íhuga það að fá Birki þar sem hann er yngri en Gareth Barry.

Það á eftir að koma í ljós hvað gerist hjá Birki, en í samtali við Morgunblaðið segist hann geta hugsað sér að vera áfram á Englandi.

„Þetta ger­ist frek­ar óvænt en að sama skapi er mjög já­kvætt að hafa klárað þetta í gær (fyrra­dag) áður en enska fé­laga­skipta­glugg­an­um var lokað þannig að ég hef enn þá tæki­færi til þess að ganga til liðs við enskt lið," sagði Birkir.
Athugasemdir
banner
banner
banner