Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 10. september 2018 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Allir leikmenn fóru í fótabað til varnar bakteríu
Icelandair
Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma upp úr fótabaðsdöllunum í dag.
Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma upp úr fótabaðsdöllunum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn íslenska landsliðsins æfðu á Laugardalsvelli í dag fyrir leikinn við Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Liðið kom heim frá Sviss í gær eftir tapið stóra gegn heimamönnum.

Svisslendingar hafa verið að glíma við bakteríu í fótboltagrasinu þar í kring og þegar liðið mætti til æfinga í St. Gallen á föstudaginn þurfti að sótthreinsa skóna.

Vallarstarfsmenn á Laugardalsvelli tóku þessu alvarlega þegar liðið kom heim og æfði í dag því búið var að koma upp tveimur stórum döllum með sótthreinsandi efni til varnar sýkingu.

Allir leikmenn sem mættu á svæðið urðu að stíga ofan í dallana til að vera vissir um að enginn baktería fylgdi þeim.

Leikur Íslands og Belgíu hefst 18:45 annað kvöld á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner