Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 11. júní 2018 11:05
Ívan Guðjón Baldursson
Fekir var kominn með treyjunúmer
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðrið er nokkuð rólegt í dag en það eru aðeins þrír dagar í fyrsta leik Heimsmeistaramótsins, þar sem Rússland mætir Sádí-Arabíu.



Nabil Fekir, 24, var svo viss um að hann væri á leið til Liverpool að hann var kominn með treyjunúmer hjá félaginu. (L'Equipe)

Claudio Taffarel, markmannsþjálfari Brasilíu, segir Alisson vera mjög ánægðan hjá Roma þrátt fyrir áhuga frá Liverpool. (Radio Tele Star)

Paris Saint-Germain hefur áhuga á N'Golo Kante, 27 ára miðjumanni Chelsea. Umboðsmaður Kante er búinn að ræða við yfirmann íþróttamála hjá PSG. (Paris United)

Inter ætlar að reyna að kaupa Davide Zappacosta, 26 ára bakvörð Chelsea. (Tuttosport)

Gareth Bale ætlar ekki að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en nýr stjóri verður ráðinn þrátt fyrir áhuga frá Manchester United. (Independent)

Arsenal nálgast Caglar Soyuncu, 22 ára varnarmann Freiburg. Umboðsmaður hans staðfesti það í viðtali. (Turkish Football)

Joel Lopez, 15 ára vinstri bakvörður Barcelona, er búinn að ná samkomulagi við Arsenal. (Sport)

Það lítur út fyrir að Ítalíumeistarar Juventus ætli að krækja í Jack Wilshere, sem gæti farið frítt frá Arsenal í sumar. (Football.London)

Chelsea er í viðræðum við Roma um kaupin á Alessandro Florenzi, 27. Florenzi er afar fjölhæfur og getur spilað í hægri bakverði, á miðjunni og hægri kanti. (Gazzetta dello Sport)

Chelsea og Liverpool eru í baráttu um Jasper Cillessen, 29 ára varamarkvörð Barcelona. Cillessen er þreyttur á bekkjarsetunni. (Mundo Deportivo)

Marko Arnautovic, 29 ára sóknarmaður West Ham, segist vera ánægður hjá félaginu þrátt fyrir áhuga frá Man Utd. (Sky Austria)

Leonardo Bonucci, 31, segir að það sé ekkert vandamál innan herbúða AC Milan. Bonucci er einn af mörgum sem er orðaður við Rauðu djöflana. (Sky Italia)

Real Madrid er að undirbúa risatilboð í Sergej Milinkovic-Savic, 23 ára miðjumann Lazio. Tilboðið nemur 132 milljónum punda. (Il Messagero)

Newcastle hefur hætt við að kaupa Jack Grealish, 22 ára miðjumann Aston Villa. Verðmiðinn er of hár, Villa vill 30 milljónir fyrir hann. (Chronicle)

Newcastle er aftur á móti að íhuga að fara alla leið í viðræðum um kaupin á Salomon Rondon, sóknarmanni West Brom. Rondon er 28 ára gamall og falur fyrir 16 milljónir punda vegna ákvæðis. (Northern Echo)

Everton, Fulham og Leicester hafa öll áhuga á James Maddison, 21 árs miðjumanni Norwich. Hann er falur fyrir 25 milljónir punda. (Mirror)

Brighton, Crystal Palace, Southampton og West Brom hafa öll sýnt Stuart Armstrong mikinn áhuga. Armstrong er 26 ára miðjumaður Celtic. (Record)

Wolves er að undirbúa tilboð í Paddy McNair, 23 ára varnarmann Sunderland. (Northern Echo)

Wolves hefur eninig áhuga á Bailey Peacock-Farrell, 21 árs markverði Leeds. (Birmingham Mail)

Leeds er að undirbúa tilboð í Matej Vydra, 26 ára sóknarmann Derby. (Daily Mail)

Rangers mun festa kaup á Connor Goldson, 25 ára varnarmanni Brighton, á næstu dögum. (Glasgow Evening Times)

Wolves vill fá Raul Jimenez, 27 ára sóknarmann Benfica, á láni út tímabilið. (Record)

Man Utd, Liverpool og Everton hafa áhuga á Joe Gelhardt, 16 ára sóknarmanni Wigan. (ESPN)
Athugasemdir
banner