Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 19. mars 2019 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter refsað vegna kynþáttafordóma í garð Kessie
Mynd: Getty Images
Ítalska knattspyrnusambandið hefur dæmt Inter fyrir kynþáttaníð stuðningsmanna liðsins í garð Franck Kessie í borgarslagnum í Mílanó um helgina.

Inter vann gríðarlega fjörugan leik 2-3 og bætti um leið stöðu sína í Meistaradeildarbaráttunni til muna.

Það var þó ekki allt jákvætt fyrir Inter því nokkuð áberandi kynþáttaníð heyrðist úr Norðurstúkunni (Curva Nord) bæði á 7. og 39. mínútu leiksins á San Siro.

Refsing knattspyrnusambandsins er gagnrýnd á Ítalíu þar sem aðeins er um skilorð að ræða. Gerist stuðningsmenn Inter aftur sekir um kynþáttaníð verður Norðurstúkunni lokað í einn leik.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem stuðningsmenn Inter koma félaginu í vandræði því tveir leikir voru spilaðir fyrir luktum dyrum eftir kynþáttaníð gegn Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, í kringum jólin.
Athugasemdir
banner