Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 22. júlí 2019 15:19
Elvar Geir Magnússon
Palace sagt hafa hafnað tilboði frá Arsenal í Zaha
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja að Crystal Palace hafi hafnað tilboði frá Arsenal í vængmanninn Wilfried Zaha.

Tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda með möguleika á 10 milljónum til viðbótar og Riess Nelson á láni í eitt ár.

Palace vill fá meira í beinhörðum peningum og hefur sett 80 milljóna punda verðmiða á leikmanninn.

Arsenal er með Zaha efstan á sínum óskalista en erfitt verður fyrir Unai Emery að landa leikmanninum. Arsenal er ekki með sama fjármagn og keppinautarnir í ensku úrvalsdeildinni.

Zaha er algjör lykilmaður hjá Palace en sagt er að hann hafi tjáð félagi sínu að hann hafi áhuga á að taka næsta skref á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner