Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 23. október 2018 15:09
Elvar Geir Magnússon
Fjolla gerir þriggja ára samning við Breiðablik
Fjolla Shala í eldlínunni.
Fjolla Shala í eldlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjolla Shala hefur skrifað undir nýjan samning við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. Samningurinn gildir til þriggja ára.

Fjolla hefur verið hjá Kópavogsfélaginu í sjö ár.

Á þeim tíma hefur hún spilað 147 leiki fyrir félagið þrátt fyrir að hafa ekkert náð að spila árið 2017 vegna meiðsla.

„Fjolla er gríðarlega öflugur leikmaður og hefur leikið lykilhlutverk í þeim fimm titlum sem félagið hefur unnið frá því að hún gekk til liðs við Breiðablik. Við óskum Fjollu og Blikum til hamingu með þessi tíðindi," segir á heimasvæði Breiðabliks á Facebook.

Fjolla spilaði með nýstofnuðu landsliði Kosóvó á árinu. En Fjolla hefur spilað 31 leiki með yngri landsliðum Íslands, 19 U19 landsleiki og 12 U17 leiki. Að auki á hún 51 leik með Fylki í meistaraflokki og 6 leiki fyrir uppeldisfélag sitt, Leikni Reykjavík.

Sjá einnig:
Fjolla komst á rétta braut í lífinu með hjálp fótboltans
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner