Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 27. september 2019 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar mætir Barcelona í réttarsal
Mynd: Getty Images
Neymar skrifaði undir samning við Barcelona 2016 og átti að fá 55 milljónir punda í eigin vasa sem 'tryggðarbónus'.

Á mánuðunum sem fylgdu fékk hann í heildina 25 milljónir en sumarið 2017 skipti hann yfir til PSG. Síðan þá hafa deilur verið uppi á milli hans og Barca um bónuspeninginn.

Barcelona vill fá milljónirnar 25 til baka vegna þess að Neymar skipti um félag. Brasilíska stórstjarnan vill hins vegar fá síðustu 30 milljónirnar sem hann telur félagið skulda sér.

Aðilarnir hafa ekki komist að samkomulagi á tveimur árum og hófust réttarhöld í dag, 27. september.

Greint er frá því að Neymar bauðst til að láta þessar 30 milljónir eiga sig. Í staðinn vildi hann fá skriflega staðfestingu frá Barcelona um að félagið myndi kaupa hann aftur frá PSG. Barca tók þessa hugmynd ekki í mál og því haldið í réttarsal.
Athugasemdir
banner
banner