Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 14:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Svakaleg endurkoma hjá Newcastle
Harvey Barnes fullkomnaði endurkomuna
Harvey Barnes fullkomnaði endurkomuna
Mynd: EPA
Alexander Isak
Alexander Isak
Mynd: Getty Images

Newcastle 4 - 3 West Ham
1-0 Alexander Isak ('6 , víti)
1-1 Michail Antonio ('21 )
1-2 Mohammed Kudus ('45 )
1-3 Jarrod Bowen ('48 )
2-3 Alexander Isak ('77 , víti)
3-3 Harvey Barnes ('83 )
4-3 Harvey Barnes ('90 )


Það var markaveisla á St. James' Park í dag þegar West Ham kom í heimsókn.

Heimamenn í Newcastle náðu forystunni snemma leiks þegar Alexander Isak skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Vladimir Coufal braut á Anthony Gordon.

Michail Antonio jafnaði metin eftir frábæra sendingu frá Lucas Paqueta og West Ham náði forystunni seint í uppbótatíma þegar Mohammed Kudus skoraði eftir undirbúning Jarrod Bowen.

Þeir skiptu um verkefni snemma í síðari hálfleik þegar Bowen kom West Ham í 3-1.

Newcastle fékk aðra vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka en aftur var brotið á Gordon en í þetta skiptið var það Kalvin Phillips sem var ný kominn inn á sem varamaður. Isak fór aftur á punktinn og skoraði.

Newcastle var sterkari aðilinn undir lokin og Harvey Barnes gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin eftir sendingu frá Isak. Newcastle hélt áfram að sækja og það var Barnes sem fullkomnaði endurkomuna þegar hann skoraði fjórða mark liðsins með skoti fyrir utan vítateiginn.

Eftir frábæra frammistöðu var Gordon rekinn af velli í uppbótatíma þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum í burtu.

Bæði lið urðu fyrir áfalli í leiknum en Jamal Lascelles fór af velli vegna meiðsla í liði Newcastle rétt eins og Alphonse Areola markvörður West Ham.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner