Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Milan á góðu róli - Fjórði deildarsigurinn í röð
Rafael Leao var sjóðandi heitur í dag
Rafael Leao var sjóðandi heitur í dag
Mynd: EPA
Fiorentina 1 - 2 Milan
0-1 Ruben Loftus-Cheek ('47 )
1-1 Alfred Duncan ('50 )
1-2 Rafael Leao ('53 )

Milan vann í kvöld fjórða leik sinn í röð í Seríu A er það lagði Fiorentina að velli, 2-1, í Flórens.

Portúgalski sóknarmaðurinn Rafael Leao kom að báðum mörkum Mílanó-liðsins.

Öll mörk leiksins komu á sex mínútum í byrjun síðari hálfleiks. Fyrst skoraði Ruben Loftus-Cheek eftir stoðsendingu Leao áður en Alfred Duncan jafnaði þremur mínútum síðar.

Leao gerði sigurmarkið síðan á 53. mínútu eftir hraða skyndisókn en hann fékk boltann í gegn, keyrði framhjá markverði Fiorentina áður en hann lagði boltann í netið.

Milan er í öðru sæti deildarinnar með 65 stig en Fiorentina í 10. sæti með 43 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner