Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
mánudagur 29. apríl
Championship
Preston NE 0 - 0 Leicester
Serie A
Genoa 1 - 0 Cagliari
Úrvalsdeildin
Rostov 2 - 1 Orenburg
Kr. Sovetov 0 - 0 FK Krasnodar
Sochi 0 - 0 Fakel
Rubin 1 - 1 Ural
La Liga
Barcelona 0 - 0 Valencia
lau 06.apr 2024 10:30 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Hetjan úr Hlíðunum stígur síðasta dansinn og stefnir svo á helgarfrí

Birkir Már Sævarsson er mögnuð vera. Hann er þriðji leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar með 103 landsleiki og var ólýsanlega traustur í landsliðinu sem fór á bæði EM og HM. Engar áhyggjur þurfti að hafa með hann í hægri bakverðinum. Hann vann alltaf sína vinnu og gerði það vel. Birkir verður fertugur í lok árs og mun í sumar stíga síðasta dansinn með Val. Hann vonast til að enda ferilinn á Hlíðarenda með titlum.

Tekur síðasta dansinn í sumar.
Tekur síðasta dansinn í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir er þriðji leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar og fór með landsliðinu á bæði EM og HM.
Birkir er þriðji leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar og fór með landsliðinu á bæði EM og HM.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markinu gegn Víkingi fagnað.
Markinu gegn Víkingi fagnað.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við fluttum í sama hús og við vorum áður í. Það fór á sölu síðasta haust og það kom þessu af stað. Við vorum búin að ræða þetta lengi; okkur langaði að búa einhvern tímann aftur í Svíþjóð'
'Við fluttum í sama hús og við vorum áður í. Það fór á sölu síðasta haust og það kom þessu af stað. Við vorum búin að ræða þetta lengi; okkur langaði að búa einhvern tímann aftur í Svíþjóð'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vindurinn, eins og hann er oft kallaður, á ferðinni.
Vindurinn, eins og hann er oft kallaður, á ferðinni.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Það er erfitt að vera í burtu frá þeim og þetta var stór ákvörðun fyrir mig'
'Það er erfitt að vera í burtu frá þeim og þetta var stór ákvörðun fyrir mig'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikill Valsari.
Mikill Valsari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég vildi taka einn síðasta séns á þessum titlum. Ég veit ég hefði séð eftir því ef ég hefði hætt eftir síðasta tímabil og ég ákvað því að láta reyna á eitt tímabil í viðbót'
'Ég vildi taka einn síðasta séns á þessum titlum. Ég veit ég hefði séð eftir því ef ég hefði hætt eftir síðasta tímabil og ég ákvað því að láta reyna á eitt tímabil í viðbót'
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Lars Lagerback og Birkir ræða málin.
Lars Lagerback og Birkir ræða málin.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mögnuð vera.
Mögnuð vera.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég vil vinna þessa titla, en maður hefur líka verið í þessu síðan maður var lítill og félagsskapurinn er mikilvægur'
'Ég vil vinna þessa titla, en maður hefur líka verið í þessu síðan maður var lítill og félagsskapurinn er mikilvægur'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinnur sína vinnu og gerir það vel.
Vinnur sína vinnu og gerir það vel.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni er ótrúlegur.
Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni er ótrúlegur.
Mynd/Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
'Tímabilið leggst frábærlega í mig og það eru engar afsakanir'
'Tímabilið leggst frábærlega í mig og það eru engar afsakanir'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Val er spáð titlinum.
Val er spáð titlinum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég veit ekki hvað ég geri við þessa menntun, en ég get unnið við hvað sem er. Það skiptir mig ekki það miklu máli. Ef ég fæ einhverja vinnu á venjulegum tíma er ég bara sáttur'
'Ég veit ekki hvað ég geri við þessa menntun, en ég get unnið við hvað sem er. Það skiptir mig ekki það miklu máli. Ef ég fæ einhverja vinnu á venjulegum tíma er ég bara sáttur'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 1. sæti: Valur
Hin hliðin - Jakob Franz Pálsson (Valur)

„Ég ákvað að velja mér gráðu sem gæti klárað og þá datt ég inn á sænskuna. Ég er eini nemandinn sem er eftir. Þau eru hætt með þetta nám en ég fæ að klára þar sem ég var byrjaður," segir Birkir í samtali við Fótbolta.net. Hann er að klára háskólanám núna þegar styttist í annan endinn á fótboltaferlinum. Fókusinn er samt sem áður enn á boltanum og hann er vel gíraður í sumarið.

Gæti ekki verið mikið betri
Eins og segir hér að ofan, þá verður Birkir fertugur seinna á þessu ári en honum líður vel í skrokknum. Eitthvað genatískt kannski.

„Hugsa að næstum því fertugur maður gæti ekki verið mikið betri í líkamanum"

„Ég verð fertugur í nóvember, það er svolítið í það ennþá. Skrokkurinn er bara góður. Þetta er eitthvað genatískt hlýtur að vera," segir Birkir. „Gulli frændi minn spilaði mjög lengi og flestir karlmennirnir i fjölskyldunni sem hafa spilað fótbolta eru léttir á sér. Við erum heppnir með meiðsli. Maður er þakklátur fyrir að hafa sloppið við meiðslin og vonandi verður það áfram þannig."

„Mér líður mjög vel í líkamanum. Ég hugsa að næstum því fertugur maður gæti ekki verið mikið betri í líkamanum spilandi bolta á þessu stigi. Ég gæti ekki verið mikið betri."

Fallegt mark í Víkinni
Birkir var í byrjunarliði Vals gegn Víkingi í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og skoraði þar fallegt mark í leik sem endaði með 1-1 jafntefli. Víkingur vann svo í vítaspyrnukeppni.

„Boltinn skoppar helvíti vel fyrir framan mig og ég hugsaði fyrst um að setja hann á fjær. Svo hugsaði ég að það væri alveg eins gott að láta vaða og sjá hvernig það myndi enda. Að klára sóknina og fá ekki skyndisóknina á móti. Það var smá varnarsinnuð hugsun í þessu líka, að missa hann ekki í vitleysu þarna," segir Birkir og hlær.

„Það var gaman að sjá hann enda í netinu, það er alltaf gaman að skora svona flott mörk. Þegar ég sá þetta eftir á, þá er ég heppinn að Ingvar hafi ekki tekið hann. Það var smá rok, ætli það hafi ekki verið smá rokflökt á honum líka. Ég hugsa að Ingvar hafi verið ósáttur við verja þetta ekki."

Fluttu aftur í sama hús
Áður en síðasta tímabil kláraðist sagði Birkir í samtali við Fótbolta.net að hann væri búinn að kaupa sér hús í Svíþjóð. Hann spilaði áður með Hammarby og kunni vel við sig þar.

„Áttum geggjuð þrjú ár þarna og við söknuðum Svíþjóðar"

„Við fluttum í sama hús og við vorum áður í. Það fór á sölu síðasta haust og það kom þessu af stað. Við vorum búin að ræða þetta lengi; okkur langaði að búa einhvern tímann aftur í Svíþjóð. Við vorum búin að ræða þetta mikið og sáum svo að húsið væri á sölu um mitt síðasta sumar. Þá ákváðum við að setja þetta af stað," segir Birkir.

Hann og fjölskylda hans fóru út í desember síðastliðnum.

„Við áttum geggjuð þrjú ár þarna og við söknuðum Svíþjóðar núna. Okkur langaði að prófa að búa aftur úti," segir gamla landsliðshetjan en í viðtali við Morgunblaðið í fyrra sagði hann frá því að það væri betra að búa í Svíþjóð. „Það eru ákveðnir hlut­ir sem fara mikið í taugarnar á mér á Íslandi. Veðrið er betra í Svíþjóð, sum­arið er lengra og svo eru vext­irn­ir og verðlagið hérna eitt­hvað sem fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér... Vextirnir á lán­un­um voru komn­ir upp úr öllu valdi og það er pirrandi að sjá laun­in sín fara í ein­hverja banka­stjóra í hverjum ein­asta mánuði. Það er þó aðallega ást okkar á Svíþjóð sem fer með okkur út aftur."

Erfið ákvörðun
Birkir ákvað að snúa aftur heim í febrúar til að stíga síðasta dansinn með Val. Hann fann að hann ætti allavega eitt gott tímabil eftir. Fjölskylda hans er áfram í Svíþjóð.

„Það er alveg 100 prósent að þetta er síðasti dansinn"

„Ákvörðunin var extra erfið því fjölskyldan er í Svíþjóð núna. Ég þurfti að hugsa þetta smá, hvort ég vildi vera frá fjölskyldunni í einhverja mánuði. Við fórum yfir þetta nokkrum sinnum og hugsuðum þetta vel. Svo tók ég ákvörðun að taka eitt síðasta alvöru tímabilið. Ég flyt svo alveg út eftir það," segir Birkir.

„Það er erfitt að vera í burtu frá þeim og þetta var stór ákvörðun fyrir mig. Við fluttum út um miðjan desember, fengum húsið afhent rétt fyrir jól. Ég ákvað að vera úti þangað til allt var komið á hreint. Þetta tók smá tíma því Svíar eru skriffinskuþjóð. Það tók langan tíma að gera allt klárt."

Hann segir það alveg ljóst að þetta sé síðasta alvöru tímabilið sitt á ferlinum.

„Já, það er alveg 100 prósent að þetta er síðasti dansinn. Maður verður ekki heima næsta sumar. Maður mun eitthvað halda samt áfram að sprikla í fótbolta og ætli ég heyri ekki í félaginu sem ég æfði með úti í Svíþjóð eftir jól áður en ég kom heim. Vonandi fara þeir upp um deild og það væri fínt. Það er frí allan júlí og það væri glæsilegt," sagði Birkir.

Veit að ég hefði séð eftir því
Birkir æfði með félagi í Svíþjóð áður en hann kom aftur heim, en fannst það ekki spennandi að ganga til liðs við það félag á þessum tímapunkti.

„Já, ég hefði alveg getað spilað í Svíþjóð. Það var ekkert í efstu deild eða næst efstu. Það voru einhver félög í neðri deildum sem heyrðu í mér, en það var ekki nógu spennandi akkúrat núna. Mér fannst ég eiga gott tímabil í fyrra. Ég reyndi að komast að í efstu og næst efstu deild, en það var ekki neitt sem fór langt. Ég var með lið sem var klárt en þeir eru í þriðju eða fjórðu efstu deild. Þeir buðu mér fínan samning og það hefði verið gott með vinnu. Ég hefði haft það ágætt, en ég vildi frekar taka eitt alvöru tímabil í viðbót," segir Birkir.

„Ég vildi taka einn síðasta séns á þessum titlum. Ég veit ég hefði séð eftir því ef ég hefði hætt eftir síðasta tímabil og ég ákvað því að láta reyna á eitt tímabil í viðbót."

Farinn að þrá helgafrí
Birkir er nánast ekki mannlegur þar sem hann er áfram einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar. Hann telur að skrokkurinn sé ekki að fara að stöðva sig.

„Ég finn að þetta er að verða komið gott"

„Skrokkurinn verður ekkert vandamál, en ég finn alveg að maður er farinn að þrá að fá helgarfrí og sumarfrí. Svona venjulegt líf. Það er aðallega það. Ég held að þetta sé 22. tímabil mitt í meistaraflokki og ég finn að þetta er að verða komið gott," segir Birkir.

„Ég vil vera með fjölskyldunni á sumrin og það er aðallega það sem kallar í mig. En það er möguleiki núna á að taka titla og spila í Evrópukeppni. Það var ofan á akkúrat núna þessa mánuðina."

Hvað er það sem heldur manni í fótbolta?

„Ég vil vinna þessa titla, en maður hefur líka verið í þessu síðan maður var lítill og félagsskapurinn er mikilvægur. Að vera inn í klefa með félögum sínum allan daginn, að fá að vera með vinum sínum alla daga í einhverjum fíflagangi heldur manni ungum. Mér líður ekkert eins og ég sé fertugur. Þegar ég var yngri sá maður fertuga einstaklinga sem eldgamla. En mér líður ekki þannig þegar ég er inn í klefa í einhverju djóki. Það er stór hluti af því sem heldur manni í þessu."

Vill hafa eitthvað fyrir stafni
En hvernig er lífið núna þegar fjölskyldan er úti?

„Það hjálpar við að láta tímann líða"

„Lífið er frekar einmanalegt þegar fjölskyldan er úti. Það er mikið Facetime og mikil samskipti í gegnum síma. Elsti strákurinn minn býr hjá mér og það er mjög fínt. Þau tvö elstu eru svo stór að þau ákváðu að vera áfram á Íslandi. Þau eru með vinnu og hafa það gott. Annars er þetta mikið af myndsímtölum og svoleiðis alla daga."

Ásamt því að spila fótbolta með Val, þá starfar Birkir núna í Valsheimilinu.

„Af því ég er einn hérna ákvað ég að tékka á því hvort það vantaði ekki einhvern hérna í húsið. Risto, sem er aðalmaðurinn hérna, var í veikindaleyfi og ég fékk að vera hérna í staðinn. Þetta er svona húsvararðargigg og ég er hérna flest kvöld. Ég ætla að reyna að gera það aðeins áfram og það hjálpar við að láta tímann líða. Ég vil frekar hafa eitthvað fyrir stafni í staðinn fyrir að hanga heima og horfa á sjónvarpið."

„Ég er bara 100 prósent Valsari og ég hef aldrei verið nálægt því að vera í öðru félagi á Íslandi. Ég er búinn að vera hérna síðan ég var fimm ára. Valsheimilið er mitt annað heimili. Ég hef örugglega eytt svipað miklum tíma í Valsheimilinu og heima hjá mér."

„Ég hef mjög gaman að þessu. Maður er að hitta mikið af fólki. Það gerir þetta aðeins bærilegra þegar fjölskyldan er úti. Andinn er mjög góður á Hlíðarenda og það er endalaust af fólki sem maður þekkir. Allir mínir vinir eru Valsarar og þeir er oft þarna með börnin sín. Það er allt fullt af alvöru sigurvegurum þarna sem gaman er að hitta og spjalla við á hverjum degi. Þetta er mjög skemmtilegt starf og ég er ánægður að hafa tekið þetta," segir Birkir, en hvor er meira í Valsheimilinu - hann eða Óskar Bjarni Óskarsson?

„Ég held að Óskar sé enn með sigurinn þar. Hann er alltaf þarna. Ég veit ekki alveg hvenær hann er heima hjá sér. Hann kemur örugglega átta á morgnana og fer ellefu á kvöldin. Hann er ótrúlegur maður."

Eðlilegt þegar maður er í Val
Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í sumar og á Hlíðarenda er krafa gerð á titla.

„Við eigum fyrir mér að vinna þá titla sem eru í boði"

„Tímabilið leggst frábærlega í mig og það eru engar afsakanir," segir Birkir. „Við eigum fyrir mér að vinna þá titla sem eru í boði miðað við liðið sem við erum með. Ég veit að hin liðin eru góð og þetta verður ekki létt en miðað við hóp og allt í kringum liðið, þá held ég að allir Valsarar geri kröfu á titla. Það er eðlilegt þegar maður er í Val að það sé krafa á að vinna allt sem er í boði. Það minnkar ekkert núna með þennan leikmannahóp."

Gylfi Þór Sigurðsson, annar leikmaður úr gullkynslóð landsliðsins, er mættur í Valsliðið. Það er risastórt fyrir Val og Bestu deildina í heild sinni.

„Það er frábært að fá Gylfa inn í hópinn. Hann er geggjaður náungi og góður í klefanum. Ég þekki hann vel eftir öll árin í landsliðinu. Hann er einn af tveimur bestu fótboltamönnum Íslandssögunnar og það er bara algjör draumur að hann hafi valið að koma á Hlíðarenda. Það er eitthvað sem maður hafði ekki trúað fyrir nokkrum árum síðan. Það er ekki að sjá á æfingunum að hann sé búinn að gleyma því hvernig eigi að sparka í boltann, mér sýnist ekki. Ég held að hann hafi einmitt verið að pakka Adam (Ægi Pálssyni) saman í skotkeppni í gær," segir Birkir og hlær.

Langar í 9-5 vinnu
En hvað gerist þegar fótboltaferlinum loksins lýkur?

„Ég er í rauninni ekkert búinn að ákveða neitt. Ég var aðeins að hugsa þetta um daginn, en mig langar mest til að byrja með að fara í einhverja 9-5 vinnu á virkum dögum og vera í helgarfríi svo. Mér er alveg sama hvað það verður. Akkúrat núna veit ég ekki alveg hvort ég nenni að vinna eitthvað innan fótboltans fyrst um sinn eftir að ég hætti. Svo er samt búið að tala við mig um að það vanti þjálfara hjá liðinu sem yngsti strákurinn minn er í þarna úti. Þeir eru að gera ráð fyrir því að ég komi inn í það, og það er eiginlega búið að plata mig í það. Ég verð líklega í einhvers konar þjálfarastarfi en mig langar mest í helgarfrí og sex vikna sumarfrí eins og staðan er í dag."

„Ég veit ekki hvað ég geri við þessa menntun, en ég get unnið við hvað sem er. Það skiptir mig ekki það miklu máli. Ef ég fæ einhverja vinnu á venjulegum tíma er ég bara sáttur," sagði Birkir Már Sævarsson, goðsögn í íslenskum fótbolta.

Hér fyrir neðan er hægt að smella á skemmtilega fréttatilkynningu sem Valur gaf út þegar Birkir endursamdi við félagið í vetur.


Athugasemdir
banner