Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
   mið 18. október 2017 22:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Berglind Björg aðlagast lífinu á Ítalíu: Leikmenn að kasta sér niður
Berglind Björg á æfingu fyrr í dag
Berglind Björg á æfingu fyrr í dag
Mynd: Anna Þonn
„Ég gæti ekki verið ferskari,“ sagði landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir í spjalli við Fótbolta.net á liðshóteli Íslands fyrr í dag. Berglind Björg mætti beint frá Verona á Ítalíu í komandi landsliðsverkefni en hún samdi við ítalska liðið fyrir tæpum mánuði.

„Það er búið að vera ljómandi fínt. Ég er ennþá að reyna að aðlagast því hvernig þær spila og bara lífinu. En það er allt að koma,“ svaraði Berglind aðspurð um lífið á Ítalíu.

„Við spilum á gervigrasi en það er ágætt. Klefinn og allt í kring er til fyrirmyndar. Fótboltinn er aðeins öðruvísi en á Íslandi en það er bara gaman. Hann er hraðari og tæknilegri og ég myndi segja að það væri helsti munurinn.“

En er þá mikið verið að dæma á íslenska senterinn sem lætur finna fyrir sér í baráttunni?

„Já, í rauninni. Svo eru leikmenn að kasta sér niður hægri, vinstri sem er alveg óþolandi. Ég þarf greinilega að fara að gera þetta sjálf,“ svaraði Berglind létt. Matarvenjur Ítalanna eru aðeins að vefjast fyrir henni en annars líður henni vel í nýju heimaborginni.

„Fólk er að borða á kvöldin klukkan níu. Ég er ekki alveg þar strax en borgin er mjög falleg og ég gæti ekki kvartað,“ sagði Berglind sem fékk nýjan liðsfélaga á dögunum en varnarjaxlinn Arna Sif Ásgrímsdóttir er einnig gengin til liðs við Verona.

„Það er alveg frábært. Ég er reyndar ekki búin að hitta hana. Hún var að lenda þegar ég var að fara hingað en það verður geggjað að hafa hana þarna í vörninni til að negla boltanum fram á mig. Það er ekki mikið gert.“

Berglind segir íslenska landsliðið líta vel út um þessar mundir og hlakkar til komandi leikja.

„Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leikjum og liðið lítur ótrúlega vel út. Það er mikil tilhlökkun í hópnum þannig að við mætum mjög vel stemmdar í þessa leiki.“

Hvað varðar leikinn á móti Þýskalandi þá telur Berglind að helst þurfi að varast eldfljóta sóknarlínu heimakvenna og það þurfi gríðargott skipulag til að halda þeim í skefjun.

„Sóknarlínan hjá þeim er mjög hröð þannig að við þurfum að vera ótrúlega skipulagðar og nota okkar vopn.“

Í viðtalinu hér að ofan talar Berglind Björg nánar um lífið á Ítalíu og landsliðsverkefnin.
Athugasemdir
banner
banner
banner