Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 10. febrúar 2018 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Ingibjörg skoraði í fyrsta mótsleiknum
Ingibjörg Sigurðardóttir fer vel af stað.
Ingibjörg Sigurðardóttir fer vel af stað.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Ingibjörg Sigurðardóttir var á skotskónum í sínum fyrsta mótsleik fyrir Djurgarden í dag.

Djurgarden mætti Hammarby í nágrannaslag í sænska bikarnum og var það Ingibjörg sem kom Djurgarden á bragðið, 1-0 snemma leiks. Mia Jalkerud bætti við öðru marki fyrir Djurgarden snemma í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 2-0 fyrir Íslendingaliðið. Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Djurgarden og hélt hreinu.

Gríðarlega góð byrjun hjá Ingibjörgu en það er hægt að segja að Rakel Hönnudóttir hafi fengið eins góða byrjun hjá sínu nýja liði. Rakel yfirgaf, rétt eins og Ingibjörg, Breiðablik og fór til Svíþjóðar, hún samdi við LB07 þar sem Anna Björk Kristjánsdóttir var fyrir.

Að því er segir hjá Morgunblaðinu byrjuðu bæði Rakel og Anna Björk í dag er LB07 þurfti að lúta í lægra haldi gegn sænsku meisturnum í Linköping, 3-0.

Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fengu þá sigra, Sif spilaði í 7-0 sigri Kristianstad á Qviding og Glódís stóð sína plikt í öruggum 3-0 sigri Rosengard á Vittsjö.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad en hún var á dögunum ráðin aðstoðarþjálfari hjá U23 liði Svía.

Nýtt fyrirkomulag er í sænska bikarnum, núna er notast við riðlakeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner