Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 02. apríl 2018 18:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Arnór þann hæfileikaríkasta sem hann hafi spilað með
Arnór í leiknum í dag.
Arnór í leiknum í dag.
Mynd: Norrköping
Hinn 18 ára gamli Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður og fiskaði víti sem gaf sigurmark Norrköping í 2-1 sigri á Brommapojkarna í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Skagamaðurinn ungi tók sín fyrstu skref með aðalliði Norrköping á síðustu leiktíð og hann verður væntanlega í stærra hlutverki á þessu tímabili. Innkoma hans í dag var frábær.

„Hann er líklega hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með," sagði Simon Thern, sem á tvo landsleiki fyrir Svíþjóð.

„Það er ótrúlega erfitt að taka af honum boltann. Hann er með góða yfirsýn og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er viss um að hann verði lykilmaður í framtíðinni hjá Norrköping."

Arnór fékk líka hrós frá þjálfara sínum, Jens Gustafsson sem sagði: „Fyrir okkur sem höfum fylgst vel með honum, þá kemur þetta ekki á óvart. Hann stóð sig vel í dag."

Hér að neðan er myndband af vítaspyrnunni sem Arnór fiskaði í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner