Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 08. júní 2018 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins ræðir um G-riðil - Belgar í úrslit?
Rúnar Kristinsson spilaði og þjálfaði í Belgíu. Hann er bjartsýnn fyrir hönd belgíska liðsins.
Rúnar Kristinsson spilaði og þjálfaði í Belgíu. Hann er bjartsýnn fyrir hönd belgíska liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar hefur trú á Belgum.
Rúnar hefur trú á Belgum.
Mynd: Getty Images
Hernan Gomez, þálfari Panama, með tveimur af leikmönnum sínum.
Hernan Gomez, þálfari Panama, með tveimur af leikmönnum sínum.
Mynd: Getty Images
Rúnar spáir að England fari alla leið í 8-liða úrslit.
Rúnar spáir að England fari alla leið í 8-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
,,Eden Hazard er að mínu mati einn af fimm bestu í heiminum í dag og hann mun vera sá leikmaður sem mestu máli mun skipta fyrir Belgana og sjá til þess að þeir komist upp úr riðlinum.
,,Eden Hazard er að mínu mati einn af fimm bestu í heiminum í dag og hann mun vera sá leikmaður sem mestu máli mun skipta fyrir Belgana og sjá til þess að þeir komist upp úr riðlinum."
Mynd: Getty Images
„Það er nokkuð ljóst í mínum augu að England og Belgía muni fara upp úr þessum riðli," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um G-riðil Heimsmeistaramótsins.

Fótbolti.net stendur fyrir spá fyrir riðlakeppni Heimsmeistaramótsins og spáir G-riðlinum á þá vegu:

1. sæti. Belgía, 43 stig
2. sæti. England, 33 stig
3. sæti. Túnis, 19 stig
4. sæti. Panama, 15 stig

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, spilaði og þjálfaði í Belgíu. Við fengum hann til að líta yfir G-riðilinn.

„Panama gæti komið á óvart"
Rúnar er alveg viss um hvaða lið fara upp úr riðlinum, en í riðlinum eru Belgía, England, Panama og Túnis.

„Ég get ekki séð Panama eða Túnis slá Englandi og Belgíu við. Þó gæti Panama komið á óvart með góðum varnarleik og þjálfara sem komið hefur Kólumbíu og Equador á HM og hefur því reynslu af HM," segir Rúnar.

„Panama komst áfram á kostnað Bandaríkjamanna sem hafa verið með í síðustu keppnum og eitthvað hefur þurft til til þess að vera ofar en þeir. Þeir unnu svo Kosta Ríka, sem stóð sig frábærlega á HM í Brasilíu 2014, í leik þar sem allt var undir. Ég á ekki von á að Túnis eigi einhverja möguleika nema kannski gegn Panama, flestir leikmanna Túnis eru minni spámenn í Ligue 1 í Frakklandi og lítið um þekkt nöfn í liðinu."

„Englendingar og Belgar munu berjast um sigurinn í þessum riðli og verður spennandi að fylgjast með þeim leik sem jafnframt er sá síðasti í riðlinum og úrslitin gætu skipt máli upp á væntanlega andstæðinga í 16 liða úrslitum. Einnig eru flestir leikmenn liðanna að spila í ensku deildinni."

Geta England og Belgía farið langt í keppninni.

„Englendingar og Belgar ættu að komast að minnsta kosti í 8 liða úrslit þar sem þau munu spila við lið úr H-riðli í 16 liða úrslitum, H-riðillinn er sá veikasti að mínu mati með Pólland, Senegal, Kólumbíu og Japan, og því eru möguleikar þeirra miklir."

„Að mínu mati munu Belgarnir eiga möguleika á að fara í lengra en Englendingar í keppninni. Þeir eru með meiri gæði í sínu liði en Englendingarnir, með Eden Hazard og Kevin De Bruyne fremsta í flokki. Englendingar hafa farið langt í flestum keppnum (nema á EM síðast) en klikkað á síðustu metrunum."

„Belgarnir hafa gífurlega trú á sínu liði"
Rúnar þekkir vel til belgíska landsliðsins, sem er með valinn mann í hverju rúmi. Rúnar lék með Lokeren frá 2000 til 2007 og þjálfaði liðið í tæpt ár, frá október 2016 til ágúst 2017.

Rúnar telur jafnvel að Belgía geti komist alla leið í úrslit.

„Belgarnir hafa gífurlega trú á sínu liði. Þeir voru mjög góðir á EM fannst mér og mjög sókndjarfir, stundum kannski einum of. Nú er Roberto Martinez við stjórnvölinn og hann hefur komið með nýjar áherslur sem skiluðu Belgum auðveldlega á HM. Liðið er feykilega vel mannað með De Bruyne, Hazard, Lukaku, Courtois, Fellaini og Vertongen, allir í toppliðum i ensku úrvalsdeildinni, og Dries Mertens, Napoli, einn markahæsta leikmann ítölsku deildarinnar bara til að nefna einhverja."

„Ég hef mikla trú á þeim og ef allt gengur upp hjá þeim geta þeir farið í undanúrslit og jafnvel alla leið í úrslit," sagði Rúnar en miklar væntingar eru gerðar til Belgíu.

„Eden Hazard er að mínu mati einn af fimm bestu í heiminum í dag og hann mun vera sá leikmaður sem mestu máli mun skipta fyrir Belgana og sjá til þess að þeir komist upp úr riðlinum."

Rúnar nýtti tækifærið að lokum og kastaði kveðju á íslenska landsliðið sem er með í fyrsta sinn á HM.

„Það er frábært mót framundan þar sem við erum með í fyrsta skipti og þátttaka Íslands kryddar þetta mót mikið. Vonandi verður mikið skorað og sóknarbolti spilaður."

„Ég vil nota tækifærið og óska strákunum alls hins besta á mótinu og ég veit þeir munu standa sig vel."

Ísland er í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu.

Sjá einnig:
Elísabet rýnir í A-riðil: Eiga ekki séns án Salah
Heimir Guðjóns rýnir í B-riðil: Barátta Portúgals og Íran
Óli Stefán rýnir í C-riðil: Bendtner tekur fyrirsagnirnar
Óli Kristjáns um D-riðil: Ekkert er ómögulegt
Harpa Þorsteins um E-riðil: Mega ekki vera á grín tempói
Bjössi Hreiðars um F-riðil: Geta klárlega varið titilinn
Athugasemdir
banner
banner
banner