Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
   sun 12. ágúst 2018 18:44
Arnar Daði Arnarsson
Kristján Guðmunds: Komnir með gott jafnvægi í liðið
Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV.
Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV mætti á heimavöll FH í 16. umferð Pepsi-deildarinnar og hirti öll þrjú stigin sem í boði voru.

Það voru ekki bara stigin þrjú sem Kristján gat glaðst yfir því spilamennska Eyjaliðsins á löngum köflum í leiknum var ansi góð.

Lestu um leikinn: FH 0 -  2 ÍBV

„Þetta sýnir hvert ÍBV liðið er komið. Mín tilfinning er sú að við erum komnir með gott jafnvægi í liðið og hvernig við viljum spila og stilla liðinu upp. Menn sem hafa átt eitthvað inni eru að koma með það núna. Sóknarleikurinn var fínn og við héldum boltanum vel. Það var ekkert óðagot á mönnum enda var völlurinn mjög góður. Það er svo gaman að spila fótbolta á svona, alvöru fótboltavöllum."

Eyjamenn hafa nú mætt FH-ingum tvisvar sinnum í sumar og ekki enn fengið á sig mark. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli. Fyrir ári síðan, 12. ágúst 2017 varð ÍBV bikarmeistari eftir 1-0 sigur á FH. Eyjamönnum líður greinilega vel að spila gegn FH.

„Það er mjög sterkt að koma hingað akkúrat ári eftir að hafa unnið þá í bikarúrslitum og vinna þá aftur. Vonandi og ég ætlast til þess að við höldum þessu áfram, að við náum þessu andrými að ýta okkur frá botninum og aðeins viðra fyrir okkur hvert við stefnum."

En horfa Eyjamenn upp töfluna eða niður fyrir sig?

„Eigum við ekki að sjá hvernig úrslitin verða í dag og á morgun og sjá hvernig staðan er. Síðan verðum við að einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Keflavík, sem hefur engu að tapa og mæta okkur í Eyjum og hafa örugglega gaman af því," sagði Kristján.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner