Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 30. ágúst 2018 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric er leikmaður ársins hjá UEFA
Modric átti frábært ár.
Modric átti frábært ár.
Mynd: Getty Images
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric er leikmaður ársins hjá UEFA. Verðlaunin voru afhent á glæsilegri hátíð í Mónakó, en einnig var dregið í riðla fyrir Meistaradeildina.

Modric hafði betur gegn fyrrum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo, og Mohamed Salah, sem átti magnað tímabil með Liverpool. Það er ekki annað hægt að segja en að þessi hæfileikaríki miðjumaður hafi átt verðlaunin skilið.

Hann vann Meistaradeildina þriðja árið í röð auk þess sem hann leiddi lið Króatíu í úrslitaleik HM. Króatía tapaði þar gegn Frakklandi í frábærum úrslitaleik.

Modric fékk einnig verðlaun fyrir að vera besti miðjumaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Keylor Navas og Sergio Ramos, liðsfélagar Modric hjá Real, voru besti markvörðurinn og besti varnarmaðurinn og Ronaldo var þá besti sóknarmaðurinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner