Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 01. apríl 2024 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Daði skoraði tvö gegn sínu fyrrum félagi - Midtjylland missti toppsætið
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Bolton fékk Reading í heimsókn í ensku C-deildinni í dag.


Jón Daði lék með Reading frá 2017-2019 en hann fór þaðan til Milwall áður en hann gekk til liðs við Bolton.

Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í 5-2 sigri í dag en Bolton situr í þriðja sæti deildarinnar þremur stigum á eftir Derby þegar fimm umferðir eru eftir en tvö efstu liðin fara beint upp í Championship deildina.

Jón Daði hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö í 34 leikjum á tímabilinu.

Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í liði Midtjylland þegar liðinu mistókst að endurheimta toppsætið í dönsku deildinni. Liðið tapaði 3-2 gegn Nordsjælland en Midtjylland lenti þremur mörkum undir í leiknum.

Kristiansund hóf tímabilið í efstu deild í Noregi vel en liðið vann 3-2 sigur á Lilleström en liðið tryggði sér sæti í deildinni eftir umspil á síðustu leiktíð. Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður undir lok leiksins.

Logi Tómasson lék allan leikinn þegar Stromsgodset steinlá 4-0 gegn Molde en Ísak Snær Þorvaldsson er á meiðslalistanum og var því ekki með þegar Rosenborg vann Sandefjord 2-0.

Davíð Snær Jóhannsson kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta deildarleik með Álasundi þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Stabæk í næst efstu deild í Noregi. Óskar Borgþórsson er fjarverandi vegna meiðsla en hans menn í Sogndal gerðu 1-1 jafntefli gegn Valerenga.


Athugasemdir
banner
banner
banner