Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 02. apríl 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég veit að hann kemur og spilar aftur fyrir okkur"
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valdimar er uppalinn Fylkismaður.
Valdimar er uppalinn Fylkismaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson er einn mest spennandi leikmaður Bestu deildarinnar í sumar. Á því er enginn vafi.

Valdimar gekk í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings og samdi til fjögurra ára núna í vetur. Hann er 24 ára sóknarleikmaður sem hafði verið hjá norska liðinu Sogndal síðan í janúar á síðasta ári. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar í 27 leikjum í norsku B-deildinni á liðnu tímabili.

Hann sló í gegn með Fylki í efstu deild sumarið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í Noregi, en Fylkismenn voru svekktir að missa af honum. Kristján Gylfi Guðmundsson og Þorsteinn Lár Ragnarsson, stuðningsmenn Fylkis, ræddu aðeins um heimkomu Valdimars í hlaðvarpi hér á síðunni í síðustu viku.

„Já, en maður skilur hann samt svo vel. Ef það átti að sækja hann heim, þá var það bara klárt. Þetta var ekki tengt einhverjum aurum. Hann vill spila í besta liðinu og í Evrópukeppni. Það er erfitt að vera fúll út í hann fyrir það," sagði Kristján Gylfi.

„Það hafa menn farið út í Fossvog og komið aftur á miðju tímabili upp í Árbæ... Ragnar Bragi. Ég veit að hann kemur og spilar aftur fyrir okkur. Það er bara spurning hvenær," sagði Þorsteinn Lár.

Það verður spennandi að sjá Valdimar í Bestu deildinni í sumar.

„Ég er Fylkismaður og verð alltaf Fylkismaður. Ég held að þetta hafi verið það besta í stöðunni fyrir sjálfan mig í dag. Það verður gaman að mæta Fylki, stemning. Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því," sagði Valdimar í viðtali við Fótbolta.net þegar hann skrifaði undir hjá Víkingi.

Það var rætt um það í þættinum að Fylkir geti horft á Víkinga sem fyrirmynd, og að Árbæjarfélagið ætti að horfa í þá leið sem Víkingar hafa farið í að komast á toppinn. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner