Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fim 28. desember 2023 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Veit að menn í Árbænum voru tilbúnir að gefa honum alvöru samning"
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það var áhugaverð umræða í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á dögunum þegar rætt var um heimkomu Valdimars Þórs Ingimundarsonar frá Noregi.

Valdimar gekk í raðir Víkings og samdi til fjögurra ára. Hann er 24 ára sóknarleikmaður sem hefur verið hjá norska liðinu Sogndal síðan í janúar á síðasta ári. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar í 27 leikjum í norsku B-deildinni á liðnu tímabili.

Hann sló í gegn með Fylki í efstu deild sumarið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í Noregi.

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, var gestur í Gula Spjaldinu og sagðist þar svekktur að sjá Valdimar velja Íslands- og bikarmeistara Víkings.

„Ég er eðlilega svekktur að fá hann ekki í Árbæinn. Ég veit að menn í Árbænum voru tilbúnir að gefa honum alvöru samning. Hann var ekki að velja út af fjárhagslega partinum. Maður er svekktur að fá hann ekki heim, það er eðlilegt," sagði Ragnar Bragi.

„Ég myndi horfa þá í það sem meiri áskorun að koma heim í Fylki og hjálpa liðinu að komast á næsta stig," sagði Ragnar og bætti við að ef að væri í sporum Valdimars, að þá hefði hann valið Fylki. „Þetta er ekkert bull, þetta er það sem ég myndi gera. Heldurðu að þetta hafi ekki verið áskorun fyrir Sölva (Geir Ottesen) þegar hann kom heim í Víking á sínum tíma?"

„Ef Valdimar hefði komið heim á sama aldri og Sölvi, þá væri hann núna í Fylki," sagði þáttastjórnandinn Albert Brynjar Ingason. Möguleiki er að Valdimar geti farið aftur út ef hann stendur sig vel en hann er bara 24 ára gamall.

„Þú ert að koma til Íslands, hjálpaðu þá þínu liði að taka næsta skref," sagði Ragnar Bragi þá.

Valdimar var í viðali hér á Fótbolta.net þegar hann skrifaði undir hjá Víkingi og sagði þá:

„Ég er Fylkismaður og verð alltaf Fylkismaður. Ég held að þetta hafi verið það besta í stöðunni fyrir sjálfan mig í dag. Það verður gaman að mæta Fylki, stemning. Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því."

Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í sumar en á meðan hafnaði Fylkir í áttunda sæti.


Valdimar: Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner