Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   mán 18. desember 2023 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Valdimar: Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valdimar er mættur aftur heim.
Valdimar er mættur aftur heim.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var komið gott í Noregi og svo eru líka fjölskylduástæður. Það er fínt að koma aftur heim," segir Valdimar Þór Ingimundarson í samtali við Fótbolta.net í dag.

Valdimar samdi við Víkinga til fjögurra ára. Hann er 24 ára sóknarleikmaður sem hefur verið hjá norska liðinu Sogndal síðan í janúar á síðasta ári. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar í 27 leikjum í norsku B-deildinni á liðnu tímabili.

Hann sló í gegn með Fylki í efstu deild sumarið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset. Hann hefur lekið tvo A-landsleiki, vináttulandsleiki gegn Sádi-Arabíu og Úganda sem fram fóru í fyrra.

Hann segist mjög spenntur að snúa aftur til Íslands. Kom það til greina að vera áfram úti en í öðru félagi eða í öðru landi?

„Ég pældi í því en þegar Víkingur kom á borðið þá leist mér mjög vel á það. Ég vildi ekki vera að bíða alltof mikið," segir Valdimar. „Þeir voru langbesta liðið í fyrra. Það er ákveðin áskorun að koma hingað og halda því áfram."

Valdimar er uppalinn í Fylki. Kom það til greina að fara heim í Árbæinn?

„Ég er Fylkismaður og verð alltaf Fylkismaður. Ég held að þetta hafi verið það besta í stöðunni fyrir sjálfan mig í dag. Það verður gaman að mæta Fylki, stemning. Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því."

Það er óvissa í kringum þjálfaramálin hjá Víkingi þar sem Arnar Gunnlaugsson er sterklega orðaður við Norrköping í Svíþjóð. Var það að trufla Valdimar?

„Nei, ekkert þannig. Það væri gaman að vinna með Arnari og vonandi verður hann hérna áfram. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig staðan er núna. Það var rætt og ég fékk ágætis svör við því," segir Valdimar. „Það væri geðveikt að vinna með Arnari, hann hefur sannað það að hann er frábær þjálfari."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Valdimar ræðir um ár sín í atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner