Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 03. apríl 2024 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Alfons byrjaði í markaleik - Kristófer kom inn af bekknum
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var í byrjunarliði Twente sem gerði 3-3 jafntefli við Hereenveen í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Alfons er nú búinn að festa byrjunarliðssæti hjá Twente eftir að maðurinn sem hann var í samkeppni við var dæmdur í mánaðar fangelsi í Hollandi.

Joshua Brenet hefur verið fastamaður í liði Twente en hann var dæmdur í mánaðar fangelsi í lok mars fyrir að keyra án gildra ökuréttinda í tvígang.

Alfons er því að fá tækifæri til þess að eigna sér stöðuna en hann byrjaði í kvöld í skemmtilegum leik gegn Heerenveen. Twente komst tvisvar í tveggja marka forystu en glutraði henni niður í bæði skiptin.

Þegar um klukkutími var búinn af leiknum fór Alfons af velli. Twente er í 3. sæti deildarinnar með 57 stig, átta stigum frá Feyenoord sem er í öðru sæti.

Kristófer Jónsson kom þá inn af bekknum er Triestina gerði 1-1 jafntefli við U23 ára lið Atalanta í C-deildinni á Ítalíu. Triestina er í 3. sæti A-riðils með 60 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner