Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Ekki refsað fyrir að ýta kollega sínum
Mynd: Getty Images
Emma Hayes, þjálfari Chelsea í WSL-deildinni, fær ekki refsingu frá enska fóboltasambandinu fyrir að ýta við Jonas Eidevall, þjálfara Arsenal, eftir úrslitaleik enska deildabikarsins.

Spennan var áþreifanleg í leik liðanna á Molineux-leikvanginum en um er að ræða nágrannaríg.

Stina Blackstenius gerði eina markið sem skilaði Arsenal bikarnum í sjöunda sinn í sögunni.

Í framlengingu kom upp hitamál er Erin Cuthbert, leikmaður Chelsea, ætlaði að taka innkast. Eidevall öskraði að henni sem varð til þess að hún snéri sér við, gekk í áttina að honum og hreytti einhverjum ókvæðisorðum framan í hann.

Eidevell útskýri fyrir fjölmiðlum að hann hafi aðeins verið að benda á það að það væri aðeins einn leikbolti í stað margra. Því mátti Cuthbert ekki taka bolta sem var tilbúinn á hliðarlínunni til þess eins að geta tekið hratt innkast, en fyrir leikinn var tekin ákvörðun um að aðeins einn bolti yrði notaður.

Eftir leikinn ætlaði Eidevall að þakka Hayes fyrir leikinn en hún ýtti við honum áður en hún gekk í burtu.

Talaði hún um það eftir leikinn að það þyrfti að bola árásarhneigð karla úr kvennaboltanum, sem virkaði nú undarlegt þar sem Eidevall virtist blásaklaus.

BBC hefur nú staðfest að enska fótboltasambandið muni ekki refsa Hayes fyrir að ýta við Eidevall.

Hayes er ein sú virtasta og besta í kvennaboltanum en hún hættir með Chelsea eftir tímabilið og tekur við bandaríska kvennalandsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner