Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
banner
   fös 05. apríl 2024 21:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fanney yfirveguð: Það er munur á þessu, en í lok dagsins er þetta bara fótboltaleikur
Icelandair
'Ég þurfti að sjá um mína vinnu og svo kláruðum við færin hinu megin'
'Ég þurfti að sjá um mína vinnu og svo kláruðum við færin hinu megin'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Alltaf gaman að fá traustið og sérstaklega að spila fyrir þjóðina sína'
'Alltaf gaman að fá traustið og sérstaklega að spila fyrir þjóðina sína'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Frábært að byrja þessa undankeppni svona vel, sérstaklega á heimavelli, sækja þrjú stig og þrjú mörk, gott að byrja þetta af krafti," sagði Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigur á Póllandi í dag.

Leikurinn var fyrsti leikur í undankeppni EM.

„Ég þurfti að sjá um mína vinnu og svo kláruðum við færin hinu megin," sagði Fanney sem varði virkilega vel frá Ewu Pajor í fyrri hálfleik og sá til þess að pólska liðið kæmist ekki yfir. „Glódís var einhvern veginn með hana, svo kemur skotið og ég reyni að vera fyrir. Svo er bara frákast í teignum og maður verður að stökkva á það."

Skömmu fyrir leik var Fanney að hita upp með markmannsþjálfaranum Ólafi Péturssyni og var hún þar að sýna skjót viðbrögð og vera klár í að fara í lága bolta sem kæmu nálægt henni. „Það er mjög mikilvægt að ná góðri upphitun og það hjálpar manni að koma vel inn í leikinn."

„Mér fannst við heilt yfir ná að stöðva þær mjög vel. Þær náðu einhverjum fínum fyrirgjöfum en mér fannst við alltaf ná að trufla þær sem gerði vinnuna eftir það mjög auðvelda fyrir mig. Mér fannst við loka vel á þær."

Tveir leikir með landsliðinu, tvisvar haldið hreinu. Fanney var spurð hvenær hún ætli að fá á sig mark - sem er kannski nokkuð galin spurning.

„Ég veit það ekki. Það kemur einhvern tímann, ég er ekkert mikið að hugsa um það. (Ég vil) halda hreinu eins lengi og það er hægt."

Fanney var ekki með í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla en hún hafði spilað leikinn á undan því gegn Danmörku í desember. Hún fékk tíðindin í gær að hún myndi byrja leikinn.

„Ég fékk að vita það í gær á æfingu, tilfinningin var mjög góð, alltaf gaman að fá traustið og sérstaklega að spila fyrir þjóðina sína. Já og nei, maður vonast alltaf til að spila og ég hefði verið svekkt ef ég hefði ekki verið með, en bara glöð að fá tækifærið."

Síðast í fyrra stóð Fanney í markinu hjá U19 landsliðinu en hefur stimplað sig inn í A-landsliðið. Hún varð nítján ára fyrir tveimur vikum.

„Það er munur á þessu, en í lok dagsins þá er þetta bara fótboltaleikur."

„Þetta var frábært, alltaf gaman þegar það er mikið af fólki í stúkunni, frábært að sjá svona marga."
Athugasemdir
banner
banner