Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferdinand ekki sáttur með Man Utd - „Tekur enginn eftir honum"
Mynd: Getty Images

Rio Ferdinand fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur á TNT Sport var allt annað en sáttur með leikmenn liðsins í gær.


Man Utd tapaði gegn Chelsea í ótrúlegum leik þar sem United var með forystuna þegar 110 mínútur voru komnar á klukkuna en Cole Palmer skoraði tvö mörk til að tryggja Chelsea sigurinn.

Sigurmarkið kom eftir hornspyrnu þar sem Palmer fékk boltann aleinn og óvaldaður og lét vaða á markið en boltinn breytti um stefnu af Scott McTominay.

„Það slokknaði á þeim. Einbeiting hefur mikið að segja undir lok leikja. Í miðju brjálæðinu eru menn upp á sitt besta. Hornið kemur, Palmer fer út og enginn tekur eftir honum. Hann er hættulegasti maðurinn, hann er gæjinn sem þú verður að loka á en honum tókst að fara út úr teignum óvaldaður," sagði Ferdinand.

„Ef þú ert atvinnumaður og áttar þig á stærð augnabliksins í leiknum geturu ekki haft efni á þessu. Þér er refsað á þessu stigi."


Athugasemdir
banner
banner
banner