Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 05. apríl 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
PSG leiðir kapphlaupið um Osimhen
Osimhen er 25 ára.
Osimhen er 25 ára.
Mynd: Getty Images
Il Corriere dello Sport segir að PSG leiði kapphlaupið um Victor Osimhen, stjörnusóknarmann ítalska félagsins Napoli.

Osimhen hefur verið orðaður við ensku úrvalsdeildarfélögin Chelsea, Arsenal og Manchester United.

En nú eru það frönsku risarnir sem leiða kapphlaupið. Nígeríski landsliðsmaðurinn er með 130 milljóna evra riftunarákvæði og gæti verið kjörinn í stað Kylian Mbappe sem er væntanlega á leið til Real Madrid.

Osimhen skrifaði nýlega undir samning til 2026 en samningurinn er með riftunarákvæði eins og áður segir. Hann varð markakóngur ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili.

PSG og Napoli eru vön viðskiptum sín á milli. Ezequiel Lavezzi og Edinson Cavani fór til Parísar 2012 og 2013 og þá fékk franska stórliðið Fabian Ruiz 2022.
Athugasemdir
banner