Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 07. febrúar 2020 14:20
Elvar Geir Magnússon
Mannhæðarhár snjóskafl ruddur af Grenivíkurvelli
Mynd: Magni
Vallarstjórar landsins eru á fullu að berjast gegn náttúruöflunum um þessar mundir, þetta á við um Grenivíkurvöll eins og Laugardalsvöll.

Magni á Grenivík birti athyglisverðar myndir á heimasvæði sínu á Facebook í dag af snjóruðningi á vellinum.

„Gríðarlegur snjór hefur verið á Grenivíkurvelli, búið að blása hann burt og þá er að vona að svellið fari sem mest af vellinum í framhaldinu. Enn og aftur er Finnur ehf vinur litla liðsins, því búið er að blása 8000 m3 af snjó af vellinum," skrifa Magnamenn við myndirnar.

Magni er að fara inn í sitt þriðja tímabil í röð í 1. deild karla.


Athugasemdir
banner
banner
banner