Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 07. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bandaríska undrabarnið fer til Man City - „Here We Go“
Mynd: CONCACAF
Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Manchester City hafi náð samkomulagi við Philadelphia Union um kaup á hinum 14 ára gamla Cavan Sullivan.

Sullivan er talinn eitt mesta efni Bandaríkjanna síðan Freddy Adu kom upp hjá D.C. United.

Man City hefur verið í viðræðum við Union síðustu vikur og er nú samkomulag í höfn. Enska félagið greiðir um eina milljón dollara, en í samningnum eru mörg ákvæði sem færir Union meiri pening ef hann nær vissum áföngum.

Þar sem Sullivan er aðeins 14 ára gamall þá mun hann vera áfram hjá Union næstu árin en hann mun ekki formlega ganga í raðir Man City fyrr en hann hefur náð 18 ára aldri.

Á dögunum spilaði hann sinn fyrsta meistaraflokksleik er hann kom við sögu með varaliði Union, en það ætti að fara styttast í að hann fái tækifærið með aðalliðinu.

Það er vonandi að Sullivan nái hærri hæðum en Adu, sem var á sínum tíma titlaður sem næsti Pelé. Adu gerði engar gloríur í atvinnumennskunni. Hann flakkaði um allan heiminn en náði sér aldrei á strik. Síðasta kornið sem fyllti mælinn var fyrir þremur árum þegar hann samdi við sænska C-deildarliðið Österlen, en félagið rifti samningnum eftir aðeins mánuð þar sem Adu var hvorki í andlegu né líkamlegu standi.


Athugasemdir
banner
banner