Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Lampard að taka við kanadíska landsliðinu?
Mynd: Getty Images
Englendingurinn Frank Lampard gæti verið að snúa aftur í þjálfun á næstu vikum en Telegraph segir hann vera á blaði hjá kanadíska fótboltasambandinu.

Lampard hefur ekkert þjálfað síðan hann yfirgaf Chelsea eftir síðasta tímabil. Hann var fenginn inn í apríl eftir að Graham Potter var rekinn en Chelsea vann aðeins einn af ellefu leikjum sínum undir Lampard. Samningurinn var út tímabilið og hafði félagið ekki áhuga á að framlengja samstarfið.

Það var í annað sinn sem hann stýrði Chelsea en hann var einnig stjóri liðsins frá 2019-2021 eftir að hafa áður gert góða hluti með Derby County í ensku B-deildinni.

Árið 2022 tók hann við Everton og tókst á ævintýralegan hátt að bjarga liðinu frá falli. Stjórnin bjóst við að Everton-liðið kæmi sterkara til baka tímabilið á eftir en svo var ekki. Lampard var rekinn í janúar 2023 eftir tæpt ár í starfi.

Hann hefur beðið þolinmóður eftir næsta tækifæri en Lampard hefur áður sagt að hann vilji ekki stökkva á hvað sem er.

Telegraph heldur því fram að Lampard sé einn af nokkrum sem eru á lista til að taka við þjálfarastarfi kanadíska landsliðsins.

Kanada mun spila á HM 2026 þar sem þjóðin er ein af þremur gestgjöfum þess en það gæti verið þetta rétta tækifæri sem Lampard hefur talað um.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner