Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 11:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vilja halda Rodri út ferilinn - Tekur Thiago Motta við Man Utd?
Powerade
Motta gert flotta hluti hjá Bologna.
Motta gert flotta hluti hjá Bologna.
Mynd: EPA
Rodri er af mörgum álitinn besti varnarsinnaði miðjumaður heims.
Rodri er af mörgum álitinn besti varnarsinnaði miðjumaður heims.
Mynd: Getty Images
Ákvörðun tekin í sumar.
Ákvörðun tekin í sumar.
Mynd: Getty Images
Það er BBC sem tekur saman allt það helsta í fótboltaslúðurheimum. Pakkinn er í boði Powerade.



Kalvin Phillips (28) sem er á láni hjá West Ham frá Manchester City er eitt af skotmörkum Fulham í sumar. (Football Transfers)

Hann gæti einnig farið aftur heim til Leeds United ef félagið er tilbúið að borga 30-40 milljónir punda. (Football Insider)

Man City vill verðlauna Rodri (27) með launahækkun sem mun halda Spánverjanum hjá félaginu út ferilinn. (Mirror)

Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Viktor Gyökeres (25) framherja Sporting. Portúgalska félagið vill fá allavega 100 milljónir evra (86 milljónir punda) fyrir Svíann. (Pedro Sepulveda)

Atletico Madrid hefur áhuga á Andreas Pereira (28) miðjumanni Fulham. (Sky Sports)

Stjórn Man Utd mun bíða þar til eftir tímabilið með að taka ákvörðun um framtíð Erik ten Hag. (Times)

Man Utd hefur áhuga á því að fá inn Thiago Motta sem er þjálfari Bologna. (Gazzettan)

Frank Lampard er orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Kanada. (Telegraph)

Liverpool er í viðræðum við Trent Alexander-Arnold (25) um nýjan samning. (Football Insider)

Dinamo Zagreb greiddi fyrir heila síðu í dagblaðinu Marca til að reyna lokka Luka Modric (38) heim til Zagreb ef hann fer frá Real Madrid í sumar. (ESPN)

PSG hefur hætt viðræðum við Ethan Mbappe (17) um nýjan samning. Ethan er yngsti bróðir Kylian Mbappe. Ethan verður samningslaus í sumar. (RMC)

Sevilla mun reyna selja markahæsta leikmann liðsins, Youssef En-Nesyri (26), í sumar. Hann er á óskalista hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni. (Marca)

Arsenal, Man Utd og Bayern Munchen fylgjast öll með Mikayil Faye (19) leikmanni varaliðs Barcelona. Senegalski varnarmaðurinn gæti farið í sumar. (Mail)

Bayern Munchen ætlar ekki að reka Thomas Tuchel þrátt fyrir dapurt gengi að undanförnu. Framundan er einvígi við Arsenal um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern tapaði í gær gegn Heidenheim. Tuchel tilkynnti fyrr í vetur að hann færi eftir tímabilið.

Sergio Ramos (38) vill fá að vita hvað verður um sig í sumar en hann er að renna út á samningi hjá Sevilla. Hann er orðaður við MLS og Sádi-Arabíu. (AS)
Athugasemdir
banner
banner
banner