Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 07. maí 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Liverpool syngja um svindlarann Suarez
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks í leik Liverpool og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Staðan er 1-0 fyrir Liverpool, samanlagt 3-1 fyrir Barcelona í þessu undanúrslitaeinvígi.

Liverpool þarf að minnsta kosti að skora tvö mörk í seinni hálfleiknum.

Luis Suarez, sóknarmaður Barcelona, er að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. Suarez er einn besti sóknarmaður í sögu Liverpool og gerði hann frábæra hluti hjá félaginu áður en hann fór til Barcelona 2016.

Hann virðist þó ekki vera vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool í kvöld og í þessu einvígi.

Stuðningsmenn Liverpool eru búnir að syngja mikið um Liverpool í þessum fyrri hálfleik en söngvarnir hafa ekki verið blíðir. „Farðu til fjandans Suarez," hefur verið hátt sungið á Anfield í kvöld og einnig hefur verið sungið um að Suarez sé svindlari.







Athugasemdir
banner
banner
banner