Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fim 25. apríl 2024 11:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti um Xavi: Góð ákvörðun
Mynd: EPA

Xavi verður áfram stjóri Barcelona þrátt fyrir að það hafi verið búið að tilkynna að hann myndi hætta eftir tímabilið.


Það er nokkuð ljóst að hann muni ekki ná að vinna einn einasta titil með liðinu á þessari leiktíð og var búið að ákveða að hann myndi hætta með liðið þegar tímabilinu lýkur.

Hann virtist sjálfur vera staðráðinn í að taka pokann sinn en það fóru að renna tvær grímur á stjórn félagsins. Hann fundaði með stjórninni í gær og niðurstaðan var sú að hann yrði áfram.

Carlo Ancelotti stjóri erkifjenda Barcelona í Real Madrid tjáði sig um Xavi á fréttamannafundi í dag.

„Hann hefur gert góða hluti hjá Barcelona. Hann þekkir félagið vel. Þetta er góð ákvörðun hjá honum að vera áfram," sagði Ancelotti.


Athugasemdir
banner
banner