Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fim 25. apríl 2024 11:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ætla vona að verðmiðinn hafi verið hár"
Fram keypti Harald Einar.
Fram keypti Harald Einar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Ingi lánaður í Val.
Hörður Ingi lánaður í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fram keypti í gær Harald Einar Ásgrímsson af FH þar sem hann hafði verið í rúmlega tvö tímabil. Haraldur hefur lengst af verið hjá Fram á sínum ferli en samdi við FH fyrir tímabilið 2022.

Hann er 23 ára vinstri bakvörður sem var hluti af liði Fram sem fór ósigrað í gegnum Lengjudeildina árið 2021.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 FH

Haraldur var ekki eini leikmaðurinn sem fór frá FH í gær því Hörður Ingi Gunnarsson fór á láni til Vals og á sama tíma fékk FH Bjarna Guðjón Brynjólfsson á láni frá FH. Einnig fór Dagur Traustason á láni frá FH til Þróttar.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, tjáði sig um þá Hörð og Harald í viðtali eftir leikinn.

„Halli vildi fara, hann var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður að ef menn vilja fara og það fæst rétt verð fyrir þá, þá leyfum við mönnum að fara. Það var eins með Hörð Inga. Þetta er bara staðan," sagði Heimir.

Það gekk á milli manna saga að FH vildi fá ansi háa upphæð fyrir Harald, 6-7 milljónir, sem er athyglisvert því samningur hans var að renna út eftir tímabilið. Heimir var spurður hvort hann gæti tjáð sig um verðmiðann.

„Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það. Þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því, en ég ætla vona að verðmiðinn hafi verið hár," sagði Heimir.

Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því í Þungavigtinni í gær að Fram hefði greitt um 2,5 milljónir fyrir Harald Einar.

Úlfur gæti verið í hóp gegn ÍA
Heimir sagði svo frá því að Úlfur Ágúst Björnsson kæmi í dag til Íslands frá Bandaríkjunum og myndi æfa með liðinu í dag.

„Hann verður væntanlega í hóp gegn Skaganum á sunnudaginn, hann er í góðu standi."
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner