Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 08. desember 2018 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli skoraði fjögur - Sveinn Aron kom við sögu
Mynd: Getty Images
Tvö Íslendingalið mættu til leiks á sama tíma í ítalska boltanum í dag. Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Frosinone vegna meiðsla en Sveinn Aron Guðjohnsen fékk síðasta korterið með Spezia.

Carlo Ancelotti ákvað að hvíla nokkra lykilmenn Napoli og lenti liðið ekki í vandræðum gegn Frosinone þrátt fyrir bekkjarsetu Jose Callejon, Dries Mertens og Fabian Ruiz.

Piotr Zielinski gerði fyrsta mark leiksins, Adam Ounas tvöfaldaði forystuna rétt fyrir leikhlé og gerði Arkadiusz Milik endanlega út um leikinn með tvennu í síðari hálfleik.

Napoli er í öðru sæti ítölsku deildarinnar, átta stigum eftir toppliði Juventus og sex stigum fyrir ofan Inter.

Í B-deildinni vann Spezia 4-0 sigur gegn Cosenza og kom sér í umspilssæti. Sveinn Aron kom inn af bekknum þegar staðan var orðin 4-0.

Napoli 4 - 0 Frosinone
1-0 Piotr Zielinski ('7)
2-0 Adam Ounas ('40)
3-0 Arkadiusz Milik ('68)
4-0 Arkadiusz milik ('84)

Spezia 4 - 0 Cosenza
1-0 T. Augello ('1)
2-0 P. Bartolomei ('48)
3-0 D. Okereke ('52)
4-0 M. Ricci ('62, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner