Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 08. desember 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Modric laus allra mála - Frábær mánudagur að baki
Mynd: Getty Images
Luka Modric var ákærður fyrir meinsæri í Króatíu í tengslum við gríðarlega spillingu Zdravko Mamic, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dinamo Zagreb.

Mál ríkissaksóknara gegn Modric þótti þó ekki byggja á nægilegum sönnunargögnum og hafnaði héraðsdómurinn í Zagreb að það yrði tekið upp síðastliðinn mánudag. Miðjumaðurinn knái er því laus allra mála.

Síðasti mánudagur var ansi góður dagur í lífi Modric því hann var einnig krýndur sem besti knattspyrnumaður heims af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA.

Mamic þurfti að flýja land vegna málsins og er í útlegð frá Króatíu en leikmenn á borð við Modric og Dejan Lovren voru beðnir um að bera vitni í málinu.

Eftir vitnisburð Modric var hann ákærður um að ljúga fyrir rétti og fremja þar með meinsæri, sem hefði getað endað með allt að fimm ára fangelsisvist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner