Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brotist inn hjá Alexander Isak
Mynd: EPA

Brotist var inn á heimili Alexander Isak framherja Newcastle í síðustu viku en lögreglan leitar enn af þjófunum.


Isak var ekki heima þegar þjófarnir stálu m.a. bíl en lögreglan í Newcastle vildi ekki staðfesta hvort einhverju fleiru hafi verið stolið. Bíllinn fannst stuttu síðar á afskekktu svæði við Newcastle.

„Um klukkan 22:05 á fimmtudaginn 4. apríl fékk lögreglan tilkynningu um innbrot í eign í Darras Hall, Northumberland. Brotið fór líklega fram fyrr um daginn," segir í yfirlýsingu frá löreglunni sem leitar eftir vitnum.

Þetta gerðist aðeins nokkrum mánuðum eftir að brotist var inn hjá Joelinton, samherja Isak hjá Newcastle. Hann og fjölskylda hans var þá á St James' Park að horfa á Newcastle spila gegn Man Utd þann 13. janúar.


Athugasemdir
banner
banner