Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 11:14
Elvar Geir Magnússon
Hóta hryðjuverkaárásum á Meistaradeildarleikjunum
Öryggisráðstafanir hafa verið hertar til muna.
Öryggisráðstafanir hafa verið hertar til muna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðbúnaður í kringum leiki vikunnar í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefur verið settur upp í hæsta öryggisstig eftir að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið hótuðu árásum.

Al Azaim, fjölmiðill sem er ábyrgur fyrir að koma á framfæri skilaboðum frá samtökunum, gaf út óhugnaleg skilaboð í gær með myndum af þeim fjórum leikvöngum þar sem keppt verður og við stóð 'Drepum þau öll'.

Í vikunni fara fram fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arsenal tekur á móti Bayern München og Real Madrid fær Manchester City í heimsókn í kvöld. Á morgun leikur PSG gegn Barcelona og á sama tíma mætast Atletico Madrid og Borussia Dortmund.

UEFA segist meðvitað um hótanirnar en leikirnir muni fara fram.

Spænskir fjölmiðlar segja að viðbúnaðarstig hafi verið aukið í kringum leikina tvo sem verða í höfuðborg Spánar. Talið er að meira en 3 þúsund aðilar muni gegna öryggisstörfum og þar af yfir 2 þúsund manns frá lögreglunni og almannavörnum.


Athugasemdir
banner
banner