Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 09. apríl 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd leyfir Varane að fara frítt
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Samningur Raphael Varane við Manchester United er að renna út í sumar og allt stefnir í að hann fái ekki framlengingu hjá United. Hann getur því farið á frjálsri sölu í sumar. Frá þessu greinir Football Insider

United greiddi 41 milljón punda fyrir Varane árið 2021 þegar hann kom frá Real Madrid.

Franski miðvörðurinn hefur mikið glímt við meiðsli og ekki þótt spila eins vel og þegar best gekk hjá Real Madrid.

Nýir minnihluta eigendur United vilja sjá breytingar á leikmannahópi liðsins og að hálaunaðir eldri leikmenn megi fara frá félaginu.

United var með ákvæði í samningi Varaen sem gerði félaginu kleift að framlengja við Varane um ár til viðbótar en það virðist vera búið að ákveða að það verði ekki gert.
Athugasemdir
banner
banner
banner