Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 09. júní 2019 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho tilbúinn að taka við Newcastle?
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er tilbúinn að tala við Sheikh Khaled bin Zayed Al Nehayan, sem er mögulega að eignast Newcastle. Mirror greinir frá.

Sheikh Khaled bin Zayed Al Nehayan, sem er frændi eiganda Manchester City, er sagður ætla sér að kaupa Newcastle.

Framtíð Rafa Benitez, stjóra Newcastle, er í óvissu. Samningur hans rennur út í lok mánaðarins.

Sheikh Khaled bin Zayed Al Nehayan vill víst ráða Mourinho ef hann eignast Newcastle. Að sögn Mirror þá veit Mourinho af þessum áhuga og er hann tilbúinn að íhuga það alvarlega að taka við stjórn Newcastle.

Hann hefur hugsað vel til Newcastle frá því hann vann með Sir Bobby Robson hjá Sporting Lissabon, Porto og Barcelona. Sir Bobby var stuðningsmaður Newcastle og stýrði liðinu frá 1999 til 2004.

Mourinho á magnaðan feril að baki sem knattspyrnustjóri. Hann Meistaradeildina með Porto og Inter auk þess sem hann hefur stýrt félögum á borð við Chelsea, Real Madrid og Manchester United. Hann var rekinn frá United í desember á síðasta ári.

Mourinho hefur aldrei unnið deildarleik á St James' Park, heimavelli Newcastle, í sjö tilraunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner