Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 10. mars 2024 19:03
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Pulisic með sigurmarkið - Jafnt hjá Juve og Atalanta
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í ítalska boltanum þar sem Christian Pulisic skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri AC Milan gegn Empoli.

Pulisic skoraði eftir stoðsendingu frá Noah Okafor en Milan tókst ekki að tvöfalda forystuna þrátt fyrir yfirburði á vellinum.

Milan klifrar upp í annað sæti Serie A deildarinnar með þessum sigri og er þar einu stigi fyrir ofan Juventus, sem gerði jafntefli á heimavelli í dag.

Juve tók á móti Atalanta í Evrópuslag og skoraði Teun Koopmeiners eina markið í fyrri hálfleik, eftir undirbúning frá Mario Pasalic.

Juve var sterkari aðilinn og náði að snúa stöðunni sér í vil með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiksins. Weston McKennie lagði bæði mörkin upp, fyrst fyrir Andrea Cambiaso og svo fyrir Arkadiusz Milik.

Það liðu þó aðeins fimm mínútur þar til Koopmeiners slapp í gegn og jafnaði leikinn í 2-2.

Juve tókst ekki að pota inn sigurmarki og urðu lokatölurnar 2-2. Heimaliðið var sterkara í dag en náði aðeins að krækja sér í stig.

Verona hafði þá betur gegn Lecce í fallbaráttuslag þökk sé marki frá Michael Folorunsho, sem hefur verið að gera flotta hluti á tímabilinu.

Þetta var annar sigurinn í röð hjá Verona og er liðið loksins komið úr fallsæti.

Milan 1 - 0 Empoli
1-0 Christian Pulisic ('40 )

Juventus 2 - 2 Atalanta
0-1 Teun Koopmeiners ('35 )
1-1 Andrea Cambiaso ('66 )
2-1 Arkadiusz Milik ('70 )
2-2 Teun Koopmeiners ('75 )

Lecce 0 - 1 Verona
0-1 Michael Folorunsho ('17 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner