Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   sun 10. mars 2024 18:18
Ívan Guðjón Baldursson
Þriðja jafnteflið í röð hjá PSG - Batshuayi skoraði og Fred lagði upp
Mynd: EPA
Mynd: Fenerbahce
PSG tók á móti Reims í fyrsta leik dagsins í franska boltanum og byrjaði Kylian Mbappé á varamannabekknum.

Luis Enrique ákvað að hvíla hann fyrir mikilvægan slag í 8-liða úrslitum franska bikarsins sem fer fram á miðvikudaginn, þar sem PSG spilar við sterkt lið Nice.

Gestirnir frá Reims tóku forystuna snemma leiks en PSG tókst að snúa stöðunni sér í hag og var staðan jöfn í leikhlé, 2-2.

PSG átti í erfiðleikum með að skapa sér góð færi í síðari hálfleik og tókst Kylian Mbappé og Ousmane Dembélé ekki að gera sigurmark þegar þeir komu saman inn af bekknum á 73. mínútu.

Lokatölur urðu því 2-2 jafntefli en þetta var þriðja jafnteflið í röð hjá PSG í Ligue 1 deildinni. Stórveldið trónir þó þægilega á toppi deildarinnar með tíu stiga forystu.

Í tyrkneska boltanum lenti Fenerbahce undir á heimavelli gegn Pendikspor og var staðan 0-1 í leikhlé.

Stórveldi Fenerbahce tókst þó að snúa stöðunni við í síðari hálfleik þar sem Michy Batshuayi skoraði úr vítaspyrnu og Fred lagði upp til að tryggja 4-1 sigur.

Rade Krunic, Dusan Tadic, Edin Dzeko og Cengiz Ünder voru meðal byrjunarliðsmanna Fenerbahce í dag og kom Batshuayi inn af bekknum.

Fenerbahce er í öðru sæti tyrknesku deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Galatasaray.

PSG 2 - 2 Reims
0-1 M. Munetsi ('7)
1-1 Y. Abdelhamid ('17, sjálfsmark)
2-1 Goncalo Ramos ('19)
2-2 O. Diakite ('45)

Fenerbahce 4 - 1 Pendikspor
0-1 H. Akbunar ('30)
1-1 H. Yandas ('59)
2-1 Michy Batshuayi ('87)
3-1 F. Kadioglu ('94)
4-1 I. Kahveci ('99)
Rautt spjald: Wellinton, Pendikspor ('71)
Rautt spjald: A. Lusamba, Pendikspor ('91)
Athugasemdir
banner
banner
banner