Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 11. júní 2021 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Munda bara spilaði" - Spennandi að sjá á þriðjudag
Icelandair
Áslaug Munda í leiknum
Áslaug Munda í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var til viðtals eftir vináttuleikinn gegn Írlandi í kvöld. Helena Ólafsdóttir spjallaði við hann á Stöð 2 Sport.

Helena kom inn á að Hallbera Guðný Gísladóttir hefði ekki spilað í leiknum og spurði Steina hvort það hefði verið einhver ástæða fyrir því.

„Nei, Munda bara spilaði," sagði Steini einfaldlega og var ekkert að flækja það neitt frekar. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir spilaði í dag sinn fimmta landsleik og leysti stöðu vinstri bakvarðar, spilaði allan leikinn.

Helena spurði Margréti Láru Viðarsdóttur, sem var sérfræðingur Stöð 2 Sport í kringum leikinn, hvort þetta gefi einhver skilaboð. Hallbera hefur átt fast sæti í landsliðinu undanfarin ár en Áslaug Munda er efnileg og gerir tilkall í byrjunarliðssæti í næsta keppnisleik.

„Ja, það er alveg hægt að lesa í það þannig að það séu einhver skilaboð með því. En það er komin gríðarleg samkeppni og Áslaug Munda hefur staðið sig mjög vel í sumar. Hallbera hefur líka gert það, spilar í einni sterkustu deild Evrópu."

„Þetta er bara samkeppni en það verður spennandi að sjá á þriðjudaginn hvort að Hallbera spili þá eða jafnvel þær báðar. Áslaug Munda getur spilað á kantinum og væri gaman að sjá þær saman vinstra megin,"
sagði Margrét Lára.

Ísland mætir Írlandi aftur á þriðjudag í seinni leik verkefnisins.
Athugasemdir
banner
banner
banner