Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 12. mars 2024 18:26
Brynjar Ingi Erluson
Lazio í viðræðum við Igor Tudor
Mynd: EPA
Króatíski þjálfarinn Igor Tudor er líklega að taka við ítalska liðinu Lazio eftir að Maurizio Sarri sagði starfi sínu lausu eftir tapið gegn Udinese um helgina. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto.

Sarri lagði fram uppsagnarbréf til forseta Lazio um helgina en félagið hefur þó ekki enn formlega samþykkt uppsögn hans.

Það er hins vegar byrjað að leita að arftaka hans og er Igor Tudor þar efstur á blaði.

Króatinn hefur þjálfað bæði Hellas Verona og Udinese á Ítalíu ásamt auðvitað að hafa spilað í níu ár með Juventus.

Hann þjálfaði síðast Marseille í Frakklandi en hætti eftir aðeins eina leiktíð.

Lazio hefur spilað undir getu á þessu tímabili en liðið er i 9. sæti Seríu A og er þá úr Meistaradeild Evrópu.

Miroslav Klose, Tomasso Rocchi og Cristian Brocchi hafa einnig verið orðaðir við þjálfarstöðuna hjá Lazio.
Athugasemdir
banner
banner