Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og KR: Tveggja marka Atli í stað Arons
Alex Þór mætir gömlu félögunum
Atli gerði tvö mörk af gegn Fylki í fyrstu umferð
Atli gerði tvö mörk af gegn Fylki í fyrstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór mætir með KR á kunnulegar slóðir fyrir hann á Samsungvellinum
Alex Þór mætir með KR á kunnulegar slóðir fyrir hann á Samsungvellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur umferð Bestu deildarinnar rúllar af stað í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti liði KR á Samsungvellinum í Garðabæ en flautað verður til leiks klukkan 19:15. Liðin áttu ólíku gengi að fagna í fyrstu umferð en Stjarnan hóf mótið á tapi gegn Víkingum í Fossvogi á meðan að KR sótti þrjú stig í greipar Fylkis í Árbæ.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

Jökull Elísabetarson gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Víkingum. Þórarinn Ingi Valdimarsson fær sér sæti á bekknum og inn í hans stað kemur Örvar Logi Örvarsson.

Hjá KR er Aron Sigurðarson frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Fylki. Atli Sigurjónsson sem gerði tvö mörk gegn Fylki sem varamaður kemur inn í byrjunarlið KR í hans stað.

Byrjunarlið Stjörnunar
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
17. Andri Adolphsson
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Byrjunarlið KR
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Luke Rae
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
Athugasemdir
banner
banner
banner