Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fös 13. ágúst 2021 17:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi tekinn úr leiknum með einföldum aðferðum
Icelandair
Kári lokar á Messi.
Kári lokar á Messi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábær mynd.
Frábær mynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt, var gestur í nýjasta þætti Chess After Dark þar sem hann fór um víðan völl í áhugaverðu spjalli.

Eitt af því sem Kári var spurður út í sneri að tveimur af bestu fótboltamönnum allra tíma.

Ísland hefur mætt Portúgal og Argentínu á stórmótum og þar hefur Kári fengið að kljást við Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Hvernig var að etja kappi við þessar stórstjörnur?

„Messi var bara tekinn úr þessum leik með einföldum aðferðum," sagði Kári.

„Það var farið yfir ákveðin atriði. Heimir, Freysi og fleiri, það var mjög áhugavert hvernig þeir settu þetta fram. Það er lenskan í spænsku deildinni að reyna að ná boltanum af mönnum; menn koma inn á fullu að reyna að tækla. Hann græjar það bara einhvern veginn. Þetta var ekkert frábrugðið því þegar Robben kom hingað í hörkustandi með Hollandi, að standa fyrir framan hann - gefa tvo metra á hann. Bara leyfa honum að hafa boltann. Það var enginn að reyna að ná boltanum fyrr en tímasetningin var rétt."

„Það virkaði mjög vel... maður fylgdi þessum reglum og þetta var frekar þægilegt," sagði Kári um Messi.

Ronaldo var pirraður eftir jafntefli gegn Íslandi á EM 2016. Hann var ekki hrifinn af því hvernig Ísland fagnaði stiginu; sínu fyrsta stigi á stórmóti. „Þú mátt ekki líta af honum. Þegar sendingin kemur, þá er hann mættur á bakið á þér."



„Þetta var fáránlegt augnablik hjá honum. Í staðinn fyrir að segja 'flott' hjá þeim. Þetta var lélegt," sagði Kári um það hvernig Ronaldo hegðaði sér eftir leikinn við Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir fimm árum síðan.

Ísland gerði jafntefli við Portúgal og Argentínu, báðir leikir enduðu með 1-1 jafntefli.

Hægt er að sjá brot af því besta með Kára úr Chess After Dark hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner