Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   fim 15. nóvember 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Þjóðadeildin má fara - EM 'all the way'
Icelandair
Aron spilaði 90 mínútur.
Aron spilaði 90 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með hvernig skipulagið var á liðinu í ljósi aðstæðna," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland var án 11 leikmanna í kvöld. Alfreð Finnbogason átti að byrja leikinn en hann meiddist í upphitun.

„Menn hafa verið að tínast úr hóp, meiðast í upphitun, Höddi meiðist eftir 20 mínútur en klárar leikinn. Ég veit ekki hvernig er hægt að lýsa því hversu óheppnir við erum búnir að vera en við erum ekkert að skýla okkur á bak við það, menn komu inn og gerðu sitt. Ég er virkilega ánægður með strákana sem komu inn í þetta."

Lestu um leikinn: Belgía 2 -  0 Ísland

„Við sýndum einbeitingarleysi tvisvar í þessum leik og þeir refsa. Það sýnir hversu góðir Belgarnir eru. Í seinna markinu tapa ég boltanum á miðjunni, búmm þeir eru komnir fram og skora. Þetta sýnir gæðin hjá Belgunum."

„Við fengum færi til að jafna í stöðunni 1-0, þá hefði þetta verið allt annar leikur."

Leikmenn eins og Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu að spila í kvöld. Þetta eru efnilegir leikmenn sem eiga framtíð fyrir sér í þessu liði.

„Þeir voru sprækir, þeir voru óhræddir. Þetta sýnir að þeir eru klárir þegar að því kemur. Þeir eru með varnarvinnuna á hreinu og voru að skila sínu verki 100%. Það er virkilega jákvætt."

„Svo voru margir leikmenn að spila sem ekki hafa verið að spila mikið. Ég er virkilega ánægður að sjá hvað menn voru með verkin sín á hreinu eftir svona stuttan tíma með landsliðinu."

Ísland fellur niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið endar án stiga og með markatöluna 1:13 í þessum riðli. Næst á dagskrá er undankeppni EM á næsta ári.

„Þjóðadeildin má bara fara, ég ætla ekki að blóta. Auðvitað eftir á, þegar við erum búnir að tapa þessum leikjum þá má Þjóðadeildin bara fara en við hefðum auðvitað getað gert betur."

„Samt sem áður getum við líka tekið eitthvað jákvætt úr þessu. Við fengum inn leikmenn sem ekki hafa spilað marga keppnisleiki gegn sterkum þjóðum eins og Belgum. Það er jákvætt, en EM 'all the way'," sagði Aron.

Fyrirliðinn mun ekki spila gegn Katar í vináttulandsleik á mánudaginn en hann verður áfram með liðinu. „Ég sé ykkur í Eupen," sagði Aron að lokum.

Viðtalið við hann er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner