Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 20. júní 2020 10:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Las leikinn en var ekki með neinn bekk til að svara
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Ég var ánægður með ákveðna hluti, en ekki svo ánægður með aðra," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir 1-1 jafntefli gegn Manchester United í gær.

„Hvað var ég ánægður með? Ég var ánægður með viðhorfið í liðinu, skipulagið, stjórnina, hversu þéttir við vorum. Ég var hins vegar ekki ánægður með það þegar ég las leikinn, þá var ég ekki með neinn bekk til að svara því. Við urðum þreyttir fram á við á vellinum og hættum að geta pressað."

„Lucas og Dele (Alli) eru leikmenn sem okkur vantaði í dag. Líttu á bekkinn þeirra og svo á bekkinn okkar, þá er mikill munur á sóknarmöguleikum."

Mourinho fannst vítaspyrnan sem Manchester United fékk vera ansi ódýr, en Paul Pogba féll þá eftir að hafa farið fram hjá Eric Dier.

„Ég er ekki ánægður með vítaspyrnudóminn. Ég er óánægur með VAR, ekki dómarann í fyrra vítinu. Dómarinn getur gert mistök en VAR á að leiðrétta það. Í seinna vítinu (sem VAR tók af) er ég ósáttur með Jon Moss því hann dæmdi ekki aukaspyrnu í aðdragandanum. Þar gerði VAR rétt."
Athugasemdir
banner
banner
banner