Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 22. júlí 2020 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Markalaust í uppgjöri nýju þjálfaranna
Eiður Smári og Logi eru taplausir eftir tvo leiki, rétt eins og Arnar Grétarsson.
Eiður Smári og Logi eru taplausir eftir tvo leiki, rétt eins og Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Niðurstaðan var markalaust jafntefli í uppgjöri liðanna með nýja þjálfara, FH og KA, í Pepsi Max-deild karla. Liðin áttust við í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 34. mínútu. „KA spilar vel upp vinstra megin, Ívar sendir boltann fyrir og þar er Almarr aleinn en stýrir skallanum yfir markið! - klaufalegt að setja þetta ekki á rammann en það var enginn nálægt Almarri að trufla hann," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í beinni textalýsingu.

Bæði lið ógnuðu undir lok fyrri hálfleik en ekki rataði boltinn inn og staðan markalaus í hálfleik.

FH-ingar vildu fá víti í byrjun seinni hálfleiks en ekkert var dæmt og stuttu síðar skoraði Guðmundur Steinn Hafsteinsson fyrir KA en brot dæmt á Gunnar Nielsen í aðdragandanum. Steven Lennon fékk mjög gott færi á 65. mínútu en Jajalo sá við honum.

Eftir það dofnaði aðeins yfir leiknum en Lennon átti svo skemmtilega tilraun á 83. mínútu. „Fær boltann frá Atla Guðna og hamrar hann volley en beint á Jajalo sem ver boltann og KA-menn hreinsa!" skrifaði Baldvin.

Hvorugt liðið náði að setja boltann í netið, það er að segja löglega að mati dómarans, og niðurstaðan því markalaust jafntefli. FH er í sjötta sæti með 11 stig og KA í níunda sæti með sjö stig. Þjálfarar liðanna eru taplausir eftir tvo leiki.

Klukkan 20:15 hefst leikur KR og Fjölnis. Smelltu hérna til að fara í beina textalýsingu frá Meistaravöllum.
Athugasemdir
banner
banner
banner