Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   lau 23. mars 2024 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Elías Már skoraði í tapi - Rúnar færist nær efstu deild
Elías Már skoraði fyrir Breda
Elías Már skoraði fyrir Breda
Mynd: Getty Images
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson var á skotskónum er NAC Breda tapaði fyrir Roda, 3-1, í hollensku B-deildinni í kvöld.

Framherjinn jafnaði metin fyrir sína menn á 22. mínútu leiksins en Roda skoraði tvö í þeim síðari og bar því sigur úr býtum gegn sterku liði Breda.

Breda hafði unnið fjóra deildarleiki í röð fram að þessum leik en liðið er í 7. sæti með 49 stig.

Rúnar Þór SIgurgeirsson sat allan tímann á varamannabekk Willem II sem vann 2-0 sigur á Venlo. Willem II er á toppnum með 66 stig þegar sjö umferðir eru eftir.

Óttar Magnús Karlsson var þá í byrjunarliði Vis Pesaro sem tapaði fyrir Torres, 1-0, í C-deildinni á Ítalíu. Vis Pesaro er í 17. sæti B-riðils með aðeins 33 stig.
Athugasemdir
banner
banner