Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 24. maí 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leon Bailey velur Jamaíku framyfir Þýskaland
Bailey sagði í viðtali í nóvember að Man Utd, City, Chelsea og Liverpool hefðu sýnt honum áhuga yfir sumarið.
Bailey sagði í viðtali í nóvember að Man Utd, City, Chelsea og Liverpool hefðu sýnt honum áhuga yfir sumarið.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn öflugi Leon Bailey hefur ákveðið að halda tryggð við landslið Jamaíku þrátt fyrir að vera einnig gjaldgengur í þýska landsliðið.

Enska knattspyrnusambandið reyndi að sannfæra hann um að spila fyrir England þar sem föðurforeldrar hans eru enskir. Síðar kom þó í ljós að Bailey er ekki gjaldgengur því föðurforeldrar hans fæddust ekki á landinu.

Bailey er 21 árs lykilmaður hjá Bayer Leverkusen og hefur nokkrum sinnum neitað landsliðskalli frá Jamaíku. Ástæðan fyrir því eru slæm gæði og umgjörð í kringum landsliðsstarfið.

Bailey hefur þó skipt um skoðun og samþykkti landsliðskallið fyrir ameríska Gullbikarinn sem fer fram í sumar.

Hann á einn leik að baki fyrir U23 landslið Jamaíku og skoraði hann beint úr aukaspyrnu gegn U23 liði Caymaneyjanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner